Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Hraunar yfir Giggs - „Þetta eru sláandi orð"
Daniel James leit út fyrir að vera rotaður á vellinum
Daniel James leit út fyrir að vera rotaður á vellinum
Mynd: Getty Images
Peter McGabe, framkvæmdastjóri góðgerðarsamtakanna Headway, gagnrýnir Ryan Giggs og Daniel James harðlega eftir atvikið sem átti sér stað í 1-1 jafntefli Wales og Króatíu um helgina.

Daniel James lenti í samstuði við Domagoj Vida í leiknum en James virtist þar fá þungt högg á höfuðið áður en hann féll til jarðar. Fyrstu myndir benda til þess að James hafi rotast en hann kláraði leikinn.

Giggs talaði um það eftir leik að James hafi nýtt tækifærið og boðið upp á leikþátt.

Headway eru góðgerðarsamtök til fólks sem hefur orðið fyrir varanlegum heilaskaða en hann var í áfalli yfir ummælum frá Giggs og James.

„Orð Giggs um að leikmaðurinn hafi notfært sér augnablikið með því að liggja á vellinum og þykjast vera rotaður eru hreint út sagt sláandi," sagði McGabe.

„Ef James var að leika þá vakna upp alvarlega spurningar um skilning leikmannsins á heilahristing. Hann setti læknaliðið í mjög erfiða og óþægilega stöðu og gaf mjög slæmt fordæmi fyrir allt fólkið sem sat heima og horfði á leikinn."

„Við höfum verulega áhyggjur af þessu því það er óásættanlegt að lið geta notfært sér þessa alvarlegu stöðu sem taktík,"
sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner