Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo um 700. markið: Hvað er ég búinn að slá mörg met?
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði 700. mark sitt á ferlinum í gær í 2-1 sigrinum á Úkraínu en hann er aðeins sjötti leikmaðurinn til að ná þessum merka áfanga.

Ronaldo, sem er 34 ára gamall, skoraði eina mark portúgalska liðsins úr vítaspyrnu í gær og náði þar með í 700. markið.

Hann hefur skorað mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madrid, Juventus og auðvitað portúgalska landsliðið en hann gerði rúmlega 64 prósent af mörkunum með Real Madrid.

„Það er ekki hver sem er sem getur náð þessum áfanga. Ég vil þakka liðsfélögum, kollegum og þeim þjálfurum sem hafa hjálpað mér að verða að þeim leikmanni sem ég er í dag," sagði Ronaldo.

„Hvað er ég búinn að slá mörg met? Ég hef ekki hugmynd um það. Ég nýt augnabliksins og þakka þeim sem hafa hjálpað mér að ná þessum áfanga."

„Ég er ekki að leitast eftir því að slá met, þau eru frekar að leita að mér. Ég er ekki með þráhyggju fyrir þessu, þetta gerist bara,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner