Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 18:11
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær íhugar að lána þrjá leikmenn í janúar
Tahith Chong gæti farið á lán í janúar
Tahith Chong gæti farið á lán í janúar
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United íhugar að lána þrjá leikmenn út í janúar en það eru þeir Tahith Chong, James Garner og Angel Gomes.

United er með öflugt unglinga- og varalið og hafa leikmenn á borð við Marcus Rashford og Scott McTominay komið úr akademíu enska liðsins.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, íhugar nú að lána þrjá leikmenn út.

Tahith Chong, James Garner og Angel Gomes hafa allir fengið tækifæri með aðalliðinu á leiktíðinni en Solskjær vill lána þá út í janúar til að þeir öðlist meiri reynslu.

„Við höfum skoðað fjóra eða fimm leikmenn sem gætu farið út á lán í janúar en á endanum er það Solskjær sem ákveður það. Það eru þrír leikmenn sem hefðu getað farið á lán í sumar en það eru þeir Angel Gomes, Tahith Chong og James Garner. Solskjær vildi halda þeim og skoða þá í sumar en það er möguleiki að þeir fari í janúar en auðvitað vonum við að þeir verði hér með aðalliðinu," sagði Les Parry, en hann heldur utan um leikmenn United sem eru á láni hjá öðrum félögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner