Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Tonali: Ég er blanda af Pirlo og Gattuso
Sandro Tonali í leik með ítalska landsliðinu
Sandro Tonali í leik með ítalska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Hinn 19 ára gamli Sandro Tonali spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ítalíu í kvöld er liðið vann Liechtenstein 5-0.

Tonali er uppalinn hjá Brescia en hann átti stóran þátt í því að koma liðinu upp í efstu deild á síðustu leiktíð.

Hann var valinn í ítalska landsliðið í nóvember á síðasta ári er hann var að spila í B-deildinni á Ítalíu en Juventus og Inter hafa mikinn áhuga á að fá hann.

„Mér leið frábærlega. Það fá ekki allir þann heiður að spila með landsliðinu og fyrstu 30 sekúndurnar voru svolítið erfiðar því það var mikið af tilfinningum," sagði Tonali.

Honum hefur verið líkt við leikmenn á borð við Andrea Pirlo, Daniele De Rossi og Gennaro Gattuso.

„Það er erfitt að velja einn af þessum leikmönnum. Ég er kannski blanda af þeim öllum, það væri fullkomið. Ætli ég sé ekki frekar líkur Pirlo í ákveðnum aðgerðum en það er líka smá mikil grimmd og styrkur í mér og þar hef ég Gattuso," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner