Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. október 2021 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor lagði upp sigurmark Schalke í uppbótartíma
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp sigurmark Schalke er liðið vann Hannover, 1-0, í þýsku B-deildinni í kvöld.

Það hefur verið mikil umræða í kringum Guðlaug Victor síðustu daga eftir að hann ákvað að draga sig úr landsliðshópnum eftir fyrri leikinn gegn Armeníu.

Guðlaugur vildi einbeita sér að félagsliði sínu en liðið átti leik gegn Hannover í kvöld þar sem hann lék allan leikinn.

Hann lagði upp sigurmarkið í uppbótartíma síðari hálfleiks fyrir pólska varnarmanninn Marcin Kaminski. Það kom glæsileg fyrirgjöf inn í teiginn, sem Guðlaugur skallaði aftur fyrir sig á Kaminski og þaðan í netið.

Með sigrinum fer Schalke upp í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner