fös 15. október 2021 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Þarf að bæta varnarleiknum í vopnabúrið - „Hann á töluvert meira inni"
Arnar Gunnlaugsson og Birnir Snær
Arnar Gunnlaugsson og Birnir Snær
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Arnar og Kári ætla að ná því besta úr Birni með því að bæta varnarleikinn meðal annars
Arnar og Kári ætla að ná því besta úr Birni með því að bæta varnarleikinn meðal annars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson og Kári Árnason fóru aðeins yfir nýja leikmanninn sem þeir fengu í Birni Snæ Ingasyni og ræddu kosti og galla. Ef hann bætir varnarleikinn þá er engin ástæða fyrir hann að vera áfram á Íslandi.

Víkingur reyndi að kaupa Birni frá HK í sumar en það gekk ekki eftir. Í dag var hann svo kynntur sem nýr leikmaður félagsins og fagnaði Arnar því að fá þennan öfluga leikmann.

„Við erum búnir að tracka hann mjög lengi, reyndum að fá hann í sumar en það gekk ekki. Ég hef alltaf verið hrifinn af honum sem leikmaður og hann er einn af þeim betri á landinu í leikstöðunni einn á móti einum. Hann á töluvert meira inni og getur bætt sig töluvert að ég tel," sagði Arnar við Fótbolta.net í dag.

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, talaði um það að Birnir mætti bæta varnarleiknum í vopnabúrið til að ná því besta fram úr leikmanninum.

„Mér líst mjög vel á það en við gerum ákveðnar kröfur til okkar leikmanna. Hann er með rosa potential og það vita það flestir sem fylgjast með íslenskum fótbolta. Við gerum kröfur í ákveðnum hlutum í okkar leik eins og varnarleik og annað eins og vonandi bætir hann því við sitt vopnabúr og þá verður hann vonandi með betri leikmönnum deildarinnar."

„Það er ýmislegt sem ég sé í hans leik sem er ábótavant en engu að síður frábær leikmaður. Ef hann bætir við þessu þá er engin ástæða fyrir því að hann eigi að vera að spila á Íslandi,"
sagði Kári um Birni.

Það er okkar að slípa hann aðeins til og bæta hann

Arnar tók undir það að Birnir þurfi að bæta varnarleikinn og slípa hann aðeins til.

„Birnir er ekki latur leikmaður. Það þarf að kveikja aðeins í honum að hann sé ekki 50 prósent leikmaður, það er að segja sinna ekki bara sóknarleiknum. Að mínu áliti er hann ekki latur, það býr miklu meira í honum sem alhliðaleikmaður en hann hefur sýnt hjá HK."

„Hafandi sagt það að vera með sex mörk í liði sem féll er mjög gott og ef hann bætir varnarleik sinn aðeins, sem hann þarf að gera til að spilað í okkar liði, þá erum við að næla okkur í mjög öflugan leikmann."

„Hann er búinn að underachieve-a á sínum ferli miðað við hæfileika og hann er að verða 25 ára núna. Ferillinn er ekki búinn og það er okkar að slípa hann aðeins til og bæta hann,"
sagði hann í lokin.
„Verður klárlega notað að við viljum kveðja þá almennilega"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner