Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
banner
   þri 15. október 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tjáð að hann verði ekki næsti landsliðsþjálfari Englands
Lee Carsley.
Lee Carsley.
Mynd: EPA
Lee Carsley hefur verið tjáð það að hann verði ekki næsti landsliðsþjálfari Englands.

Það er götublaðið The Sun sem segir frá þessu.

Carsley hefur stýrt enska A-landsliðinu til bráðabirgða eftir að Gareth Southgate ákvað að stíga til hliðar eftir Evrópumótið síðastliðið sumar.

Carsley mun líklega taka aftur við þjálfun enska U21 landsliðsins eftir landsleikjagluggann í næsta mánuði.

Eftir maður á lista hjá enska fótboltasambandinu er Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistara Manchester City. Enska sambandið hefur rætt óformlega við hann um starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner