
Það er mikil samkeppni um markvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu en í síðasta leik, gegn Liechtenstein, var Elías Rafn Ólafsson í markinu. Rúnar Alex Rúnarsson hafði varið mark Íslands í hinum leikjum riðilsins.
Hinn markvörðurinn í hópnum er svo Hákon Rafn Valdimarsson sem valinn var markvörður ársins í Svíþjóð.
Age Hareide landsliðsþjálfari var spurður beint að því hver yrði í markinu gegn Slóvökum?
Hinn markvörðurinn í hópnum er svo Hákon Rafn Valdimarsson sem valinn var markvörður ársins í Svíþjóð.
Age Hareide landsliðsþjálfari var spurður beint að því hver yrði í markinu gegn Slóvökum?
„Vonandi markvörður!" svaraði Hareide kíminn og vildi ekkert gefa upp.
„Við höfum þrjá að velja úr, þrjá mjög góða markmenn og við sjáum til á morgun. Þið verði að bíða til morgundagsins til að sjá það."
Á fundinum staðfesti Hareide að Hákon Arnar Haraldsson verði ekki með á morgun vegna kálfameiðsla. Enn eru bundnar vonir við að hann geti verið með á sunnudaginn gegn Portúgal.
„Hákon verður ekki með í leiknum á morgun, vonandi verður hann í lagi gegn Portúgal en hann glímir við meiðslavandræði því miður og við verðum án hans á morgun."
Leikur Slóvakíu og Íslands hefst 19:45 annað kvöld.
Athugasemdir