Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. desember 2019 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Ljungberg hvetur Arsenal til að taka ákvörðun
Ljungberg skipti Mesut Özil útaf gegn Man City og fékk hann baul frá stuðningsmönnum Arsenal að launum fyrir slakan leik.
Ljungberg skipti Mesut Özil útaf gegn Man City og fékk hann baul frá stuðningsmönnum Arsenal að launum fyrir slakan leik.
Mynd: Getty Images
Unai Emery var rekinn frá Arsenal og tók Freddie Ljungberg við sem bráðabirgðastjóri.

Gengi Arsenal hefur ekki skánað undir hans stjórn og tapaði liðið 0-3 gegn Manchester City fyrr í dag.

Aðstoðarþjálfari hans, Per Mertesacker, er að sinna tveimur fullum störfum í einu því hann er yfirþjálfari hjá akademíu félagsins. Ljungberg er ekki sáttur með það og hvetur félagið til að taka ákvörðun sem fyrst.

„Það er mikill heiður að vera við stjórnvölinn hjá Arsenal og ég er að gera mitt besta. Ég held samt að það væri gott fyrir félagið að taka ákvörðun í þessu máli, sama hver hún er," svaraði Ljungberg.

„Per er að þjálfa akademíuna og er að sinna tveimur störfum á sama tíma. Félagið þarf að taka ákvörðun til að leysa þetta ástand."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner