Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 16. janúar 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Var bara í mat hjá tengdó þegar síminn minn ætlaði að springa"
Óli vildi ekki setja mig í þá stöðu að ég spilaði í svoleiðis kringumstæðum.
Óli vildi ekki setja mig í þá stöðu að ég spilaði í svoleiðis kringumstæðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einhvern tímann um sumarið komu einhverjar fréttir þess efnis að það væri í rauninni frágengið að ég væri kominn í Breiðablik, en það var alls ekki raunin.
Einhvern tímann um sumarið komu einhverjar fréttir þess efnis að það væri í rauninni frágengið að ég væri kominn í Breiðablik, en það var alls ekki raunin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Anton Ari Einarsson gekk í raðir Breiðabliks eftir sex tímabil hjá Val. Anton ræddi við Fótbolta.net um tímann hjá Val í grein sem birtist í fyrradag.

Fréttaritari spurði Anton Ara einnig út í sögurnar síðasta sumar.

Fréttamaður gerði frétt án þess að kynna sér málið betur
Um mitt sumar 2019 var Anton fyrst orðaður við Breiðablik en hann samdi svo við félagið um að leika með liðinu á komandi leiktíð þegar skammt var eftir af mótinu. Anton segir ekkert til í því að viðræður hafi hafist við Breiðablik um mitt sumar.

„Ég var orðaður við Blika löngu áður en einhverjar viðræður áttu sér stað milli mín og Breiðabliks," sagði Anton við Fótbolta.net.

„Ég man einhvern tímann um sumarið komu einhverjar fréttir þess efnis að það væri í rauninni frágengið að ég væri kominn í Breiðablik, en það var alls ekki raunin."

„Ég var bara í mat hjá tengdó þegar síminn minn ætlaði að springa af því að vinir og vandamenn voru að senda á mig og hringja til að spyrja út í þetta. Þá hafði greinilega einhver fréttamaður heyrt það einhversstaðar og gert frétt án þess að kynna sér málið eitthvað frekar."


Var ekki í hóp í síðustu leikjunum hjá Val
Anton skrifaði svo undir, eins og fyrr segir, hjá Breiðabliki þegar skammt var eftir af móti. Anton var ekki í leikmannahópi Vals í síðustu fimm deildarleikjum liðsins. Hvernig voru þessir síðustu mánuðir hjá Val?

„Þegar ég skrifa undir hjá Breiðabliki þá lét ég Óla vita af því um leið. Við ræddum síðan saman í kjölfarið og hann útskýrði fyrir mér af hverju hann ætlaði ekki að hafa mig í hóp."

Hvað var það sem Óli sagði þegar hann útskýrði af hverju Anton yrði ekki í hópnum?

„Ég man ekki nákvæmlega hvað hann sagði. Á þessum tímapunkti vorum við ennþá í baráttunni um Evrópusæti og Blikar voru það líka. Óli vildi ekki setja mig í þá stöðu að ég spilaði í svoleiðis kringumstæðum."

Var það þá þannig að Anton mætti á allar æfingar en vissi að hann myndi ekki taka þátt í leikjum?

„Já ég mætti á allar æfingar en vissi að ég yrði ekki í hóp nema ef Hannes (Þór Halldórsson) eða Svenni (Sveinn Sigurður Jóhannesson) væru ekki leikfærir."

„Þetta endaði svo þannig að Hannes spilaði alla leikina sem eftir voru þannig að ég missti í rauninni ekki af neinum mínútum. Þess vegna er það algjör óþarfi að vera velta sér eitthvað upp úr því þó að mig hafi að sjalfsögðu langað að vera í hóp í þessum síðustu leikjum,"
sagði Anton Ari við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
„Maður getur orðið alveg bilaður ef maður hlustar á alla misgáfulega gagnrýni"
Athugasemdir
banner
banner
banner