Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Leiknir vann í fyrsta leik mótsins
Sævar Atli skoraði tvennu fyrir Leikni.
Sævar Atli skoraði tvennu fyrir Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. 4 - 2 Þróttur R.
1-0 Sævar Atli Magnússon
1-1 Daði Bergsson
1-2 Óvitað
2-2 Róbert Quental
3-2 Sævar Atli Magnússon
4-2 Daníel Finns Matthíasson

Leiknir Reykjavík byrjar Reykjavíkurmótið á sigri gegn Þrótti Reykjavík.

Leikið var á gervigrasinu í Breiðholti og það voru Leiknismenn sem tóku forystuna þegar fyrirliði þeirra Sævar Atli Magnússon kom boltanum í netið.

Þróttar náðu að snúa leiknum sér í vil og komast í 2-1 en þeir enduðu á að tapa leiknum 4-2. Sævar Atli skoraði tvennu fyrir Leikni sem spilar í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

Þetta var fyrsti leikurinn í Reykjavíkurmóti karla á þessu ári. ÍR, Valur og Víkingur eru einnig í þessum riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner