Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 10:00
Enski boltinn
Telja að Man Utd eigi að selja Pogba
Paul Pogba fagnar sigurmarki sínu gegn Burnley í vikunni.
Paul Pogba fagnar sigurmarki sínu gegn Burnley í vikunni.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í vikunni. Pogba hefur leikið mjög vel að undanförnu en Mino Raiola, umboðsmðaur hans sagði í byrjun desember að ferli hans hjá United væri að ljúka.

Pogba hefur lengi verið orðaður við brottför frá Manchester United og Magnús Gylfason, stuðningsmaður liðsins, telur að það eigi að selja hann í sumar.

„Vonbrigði mín við hann er óstöðugleiki. Mér finnst hann oft vera besti maður vallarins en það er ekkert þar á milli. Hann er rosalega sjaldan miðlungs og stundum lélegasti leikmaður vallarins," sagði Maggi í þættinum.

„Pogba er frábær leikmaður. Hann hefur líkamsstyrk, tækni og skot. Hann er of óstöðugur fyrir minn smekk og með ruglaðan umboðsmann. Í fyrsta skipti í ár sagði ég að við eigum að selja hann, sérstaklega ef við fáum topp miðvörð í staðinn."

Hörður Magnússon sagði: „Mér finnst herbúðir Pogba telja að hann sé stærri en félagið. Juventus var lengi í vandræðum með að finna stöðu fyrir hann og aþð hefur verið sama hjá United. Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í franska landsliðinu en ég held að United ætti að segja bless við hann í sumar og fá góðan pening fyrir hann."

Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner