Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. janúar 2022 14:22
Brynjar Ingi Erluson
Fer ekki til Newcastle - Viðræður við Carlos þokast í rétta átt
Donny van de Beek vill ekki fara til Newcastle
Donny van de Beek vill ekki fara til Newcastle
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek, miðjumaður Manchester United, mun ekki ganga til liðs við Newcastle United á láni út leiktíðina en Telegraph segist hafa heimildir fyrir því.

Hollendingurinn hefur mátt þola mikla bekkjarsetu með United á þessari leiktíð og sér hann fyrir sér að fara frá félaginu í þessum glugga.

Hann hefur áhuga á því að fara á lán í annað félag en hefur hafnað þeirri hugmynd að ganga til liðs við Newcastle. Staða liðsins í deildinni hefur mikið um það að segja.

Newcastle hafði samband við umboðsmann Van de Beek og viðraði hugmyndina en hann hafnaði tækifærinu. Newcastle gæti reynt aftur undir lok gluggans ef aðstæður breytast en það er í forgangi að sækja varnarmenn.

Diego Carlos nálgast Newcastle

Viðræður þokast áfram við Sevilla um kaup á brasilíska miðverðinum Diego Carlos og eru góðar líkur á því að gengið verði frá öllum helstu atriðum í næstu viku segir Telegraph.

Sevilla vill fá 40 milljónir punda en Newcastle var talið hafa lagt fram 20 milljón punda tilboð en það kom fram í spænska miðlinum Marca.

Carlos, sem er 28 ára gamall, hefur áhuga á því að hjálpa Newcastle í fallbaráttunni en Newcastle vill þá fá annan miðvörð með honum. Nat Phillips, leikmaður Liverpool og Joe Rodon hjá Tottenham, hafa verið orðaðir við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner