Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. janúar 2022 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: Magni náði í sinn fyrsta sigur
Guðni Sigþórsson.
Guðni Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni 3 - 1 Þór 2
1-0 Guðni Sigþórsson ('66)
1-1 Ingimar Arnar Kristjánsson ('68)
2-1 Guðni Sigþórsson ('80)
3-1 Gunnar Berg Stefánsson ('88)

Magni náði í sinn fyrsta sigur í Kjarnafæðismótinu á Akureyri er Grenvíkingar höfðu betur gegn Þór 2 í Boganum í kvöld.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn, en sá seinni bauð upp á fjögur mörk.

Guðni Sigþórsson, fyrrum leikmaður Þórs, kom Magna í forystu á 66. mínútu en sú forysta var ekki langlíf þar sem Ingimar Arnar Kristjánsson jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar.

Guðni var aftur á ferðinni fyrir Magna þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Gunnar Berg Stefánsson gerði þriðja markið áður en flautað var til leiksloka.

Lokatölur 3-1 fyrir Magna sem er með þrjú stig. Þeir eiga eftir að spila við Völsung. Þór 2 hefur lokið leik og endar með þrjú stig. Þeir lögðu Völsung að velli. KA er búið að vinna þennan riðil og mun spila við Þór í úrslitaleiknum.

Önnur úrslit í dag:
Kjarnafæðismótið: Þór gerði fimm og mætir KA í úrslitum
Athugasemdir
banner
banner