Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 16. janúar 2022 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Elche með óvæntan útisigur á Villarreal
Elche vann frábæran sigur.
Elche vann frábæran sigur.
Mynd: EPA
Elche 1 - 0 Villarreal
1-0 Lucas Boye ('78 )

Það fór fram einn leikur í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Elche tók á móti Villarreal.

Niðurstaðan var heldur betur óvænt í þessum leik því það var Elche sem fór með sigur af hólmi í honum.

Leikurinn var markalaus alveg fram á 78. mínútu, en þá skoraði Lucas Boye og kom Elche yfir. Villarreal var aðeins sterkari aðilinn í leiknum, en hann var ekki mjög opinn og Elche nýtti eitt tækifæri og það gerði gæfumuninn.

Villarreal er í áttunda sæti með 29 stig og er Elche er í 15. sæti deildarinnar. Þetta tap gæti reynst dýrkeypt fyrir Villarreal í baráttunni um Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner