Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. janúar 2023 12:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Dagur Dan gerir tilkall til að vera einn af hópnum"
Dagur Dan
Dagur Dan
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Davíð Kristján
Davíð Kristján
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Janúarverkefni Íslands, vináttuleikir gegn Eistlandi og Svíþjóð, var til umræðu í Útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Eistum í fyrri leiknum þar sem Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði með marki úr vítaspyrnu undir lok leiks og tapaði svo 1-2 gegn Svíum í seinni leiknum þar sem mörk Svía komu á lokakaflanum. Frammistaðan í seinni leiknum var mun betri en sú í fyrri leiknum.

Þeir Elvar Geir, Tómas Þór og Sæbjörn Steinke ræddu málin og veltu fyrir sér hverjir í þessum janúarhóp gætu verið í marshópnum þegar alvaran í undankeppni EM hefst.

„Heildarframmistaða liðsins og hvernig það spilar skiptir litlu máli, þó það sé auðvitað frábært ef liðið fúnkerar í kerfinu. Á endanum snýst þetta bara um einn hlut, að athuga hvort einhverjir af þessum mönnum séu tilbúnir í stóra verkefnið sem hefst í mars. Þetta er nánast eins og æfingabúðir fyrir einstaklinga miklu frekar en lið."

Elvar velti því fyrir sér hvers vegna liðið hefði spilað leikkerfið 4-4-2 gegn Eistum þar sem leikkerfi liðsins undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar hafi alltaf verið 4-1-4-1. „Ég væri til í að heyra svar frá Arnari hver pælingin var með það. Við erum að fara út úr okkar systemi. Varla er hann að æfa system sem hann er að hugsa fyrir undankeppni EM því meirihlutinn af þessum leikmönnum verður ekkert með í þeirri undankeppni."

„Nema það verði líka 'drillað' þegar hitt liðið kemur, að hann sé að reyna hefja þetta þarna - vilji eiga tvö kerfi. Kannski eru Bosnía og Liechtenstein andstæðingar þar sem hann vill frekar vera með annað kerfi,"
sagði Tómas.

„Hann vill væntanlega sjá hvernig þessir leikmenn, sem valdir voru í janúarverkefnið, fúnkeri í núverandi kerfi," sagði Elvar.

Varðandi einstaka frammistöður hafði Sæbjörn þetta að segja: „Davíð Kristján (Ólafsson) hefur verið byrjunarliðsmaður og stimplar sig enn frekar inn í hópinn og Dagur Dan (Þórhallsson) gerir tilkall til að vera einn af hópnum. Svo er framherjastaðan ekki okkar sterkasta staða, þegar Alfreð (Finnbogason) og Jón Daði (Böðvarsson) eru ekki í hópnum. Sævar Atli (Magnússon) gerir alveg tilkall í 23 manna hóp."
Útvarpsþátturinn - Janúarverkefni Íslands og viðburðarík fréttavika í Bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner