Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fim 16. mars 2023 20:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Valskonur með lífsnauðsynlegan sigur - Skoruðu átta mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 8 - 1 KR
1-0 Haley Lanier Berg ('19 )
2-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('50 )
3-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('60 )
4-0 Lillý Rut Hlynsdóttir ('66 )
4-1 Vera Emilia Mattila ('69 )
5-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('83 )
6-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('86 )
7-1 Anna Rakel Pétursdóttir ('88 )
8-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('90 )


Valur þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn KR í Lengjubikarnum í dag til að halda voninni á lífi að komast í undanúrslitin.

Það tókst svo sannarlega þar sem liðið valtaði yfir KR 8-1. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þrennu en hún er með sjö mörk í keppninni.

Valur er því með 9 stig í 2. sæti, jafn mörg stig og Þór/KA sem er í sætinu fyrir neðan, tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit en Þór/KA á leik til góða gegn Selfossi sem fram fer á sunnudaginn.

Leikskýrsla KSÍ


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner