Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   fim 16. mars 2023 09:53
Elvar Geir Magnússon
Rúrik: Fullorðnir karlmenn eiga að slíðra sverðin
Icelandair
watermark Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Rúrik Gíslason.
Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Rúrik Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason ræddu um landsliðið á Viaplay í gær og mál Alberts Guðmundssonar. Rúrik var ósammála Kára að mörgu leyti.

„Það er búið að vera ákveðið fjaðrafok yfir drengnum sem ég skil ekki alveg því hann hefur ekkert verið maðurinn sem er að draga vagninn í þessu landsliði. Hann er frábær leikmaður með gríðarlega hæfileika en hvort hann henti þessu liði þar sem allir þurfa að þjösnast til að ná í úrslit - þetta er lúxusleikmaður," sagði Kári meðal annars.

Sjá einnig:
Kára finnst umræðan sérstök: Albert ekki verið driffjöður

„Við þurfum heilan þátt í að reyna að útkljá þetta. Við erum að mörgu leyti ósammála," sagði Rúrik við Kára á Viaplay.

„Ég hefði alltaf valið hann. Við erum fullorðnir karlmenn, við eigum að slíðra sverðin og velja hann. Að því sögðu verður íslenska landsliðið að vera liðsheild. Grunngildi íslenska landsliðsins er liðsheildin. Hvort sem þú byrjar eða ert á bekknum, þá er þetta ein heild. Albert á heima í landsliðinu."

Eftir viku leikur Ísland fyrsta leik sinn í undankeppni EM, gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.
Landslið karla - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Portúgal 6 6 0 0 24 - 0 +24 18
2.    Slóvakía 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
3.    Lúxemborg 6 3 1 2 7 - 16 -9 10
4.    Ísland 6 2 0 4 10 - 9 +1 6
5.    Bosnía-Hersegóvína 6 2 0 4 5 - 9 -4 6
6.    Liechtenstein 6 0 0 6 1 - 19 -18 0
Athugasemdir
banner
banner
banner