Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   fim 16. mars 2023 09:38
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 | Viaplay 
Kára finnst umræðan sérstök: Albert ekki verið driffjöður
Icelandair
watermark Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Albert er svo sannarlega, og það vita það allir, gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður en hann hefur ekki beint verið neinn driffjöður fyrir íslenska landsliðið og að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt," segir Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður, í viðtali við Stöð 2.

Það varð staðfest í gær að Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópnum og segir Arnar Þór Viðarsson að hann að hann hafi ekki verið tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins.

„Það er ekkert sem við getum verið að einbeita okkur að og ég veit ekkert hvað hefur farið þeirra á milli," segir Kári.

„Hann er kannski leikmaður sem hentar betur fyrir félagsliðafótbolta. Þessi bolti sem íslenska landsliðið spilar er svolítið öðruvísi. Hann er náttúrlega framherji en hann er ekki þessi týpíska nía sem við erum vanir í Kolla eða Jóni Daða. Þá er tíu hlutverkið eftir eins og staðan er í dag á Hákon það algjörlega."

Sjá einnig:
Tími Alberts í landsliðinu - Átti að taka við keflinu

Gæti nýst liðinu en ekki byrjunarliðinu
Kári var í settinu hjá Viaplay yfir Meistaradeildinni í gær og þar var þetta mál einnig til umræðu. Þar sagði hann að Albert væri lúxusleikmaður sem henti mögulega ekki landsliðinu.

„Maður veit ekkert hvar hausinn á honum er. Það hefur eitthvað gerst þarna sem maður áttar sig ekki alveg á. Það er búið að vera ákveðið fjaðrafok yfir drengnum sem ég skil ekki alveg," segir Kári.

„Hann gæti nýst liðinu, en ekki byrjunarliðinu. Ef það þarf einhverja töfra inn á, þá inn á með Albert. Hann getur gert hluti upp á sitt einsdæmi sem ekki margir í liðinu geta."

Léttur riðill
Eftir viku leikur Ísland gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.

„Við skulum kalla þetta eins og þetta er, þetta er mjög léttur riðill þannig. Eða annað sætið er algjörlega eitthvað sem við getum tekið þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessari keppni og það verður gaman að sjá hvernig þetta spilast með blöndu þessara gömlu leikmanna innan gæsalappa," segir Kári.


Athugasemdir
banner
banner