banner
   mán 16. maí 2022 09:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vafasamur vítadómur á Akureyri - „Sýndist sjálfum að vítið hafi verið ranglega dæmt"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á 74. mínútu í leik Þór/KA gegn Selfossi á laugardag var dæmd vítaspyrna. Guðgeir Einarsson, dómari leiksins, benti á vítapunktinn þegar Brenna Lovera féll í teig Þór/KA eftir viðskipti við Örnu Eiríksdóttur.

Brenna fór sjálf á punktinn og skoraði eina mark leiksins og tryggði Selfossi þrjú stig.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Selfoss

Dómurinn var ansi umdeildur en ummæli Björns Sigurbjörnssonar, þjálfara Selfoss, voru athyglisverð. Björn ræddi við mbl.is eftir leikinn.

„Við vor­um búin að skoða lið Þórs/​KA vel fyr­ir leik­inn og sáum að það er dugnaður í þessu liði og þær eru bara góðar. Þess vegna þurfti góðan leik og eitt­hvað sér­stakt til að leggja þær. Mér sýnd­ist nú sjálfum að vítið sem við feng­um hafi verið rang­lega dæmt en verð að vera þakk­lát­ur fyr­ir það."

„Ég er nú ekki 100% ör­ugg­ur á því en mér sýnd­ist leikmaður Þórs/​KA fara í bolt­ann áður en fæt­ur slengd­ust sam­an. Við samstuðið fell­ur minn leikmaður. En stund­um er þetta bara svona og lítið hægt að gera í því,"
sagði Björn við mbl.is. Atvikið má sjá í spilaranum að neðan.

Selfoss er eftir leikinn á toppi deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. Þór/KA er með sex stig.


Athugasemdir
banner
banner