Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Ítalía lítur ótrúlega vel út
Ítalía lítur frábærlega út.
Ítalía lítur frábærlega út.
Mynd: EPA
Ítalía 3 - 0 Sviss
1-0 Manuel Locatelli ('26 )
2-0 Manuel Locatelli ('52 )
3-0 Ciro Immobile ('89 )

Ítalía er fyrsta liðið sem tryggir sér farseðilinn í 16-liða úrslit á Evrópumótinu.

Ítalir hafa litið stórkostlega út í upphafi mótsins, en þeir eru búnir að vinna báða leiki sína 3-0.

Manuel Locatelli var einn besti miðjumaður ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hann spilar með Sassuolo, en hann hækkaði líklega verðmiða sinn um einhverjar milljónir í kvöld er hann skoraði tvennu fyrir Ítalíu gegn Sviss.

Markvélin Ciro Immobile innsiglaði sigurinn með marki á 89. mínútu leiksins og lokatölur 3-0 fyrir Ítalíu sem er með sex stig eftir tvo leiki. Sviss er með eitt stig.

Ítalía lítur mjög skemmtilega út og þeir gætu alveg klárlega farið alla leið miðað við spilamennskuna í þessum tveimur leikjum. Það verða samt erfiðari hindranir á veginum en Tyrkland og Sviss, þó það séu nú goð lið.

Önnur úrslit í dag:
EM: Laglegt mark Miranchuk gerði gæfumuninn
EM: Frábær frammistaða hjá Wales gegn Tyrklandi
Athugasemdir
banner
banner
banner