Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   sun 16. júní 2024 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Serbíu og Englands: Bellingham og Rice bestir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jude Bellingham var besti leikmaður vallarins er England lagði Serbíu að velli í fyrstu umferð Evrópumótsins í Þýskalandi.

Bellingham skoraði eina mark leiksins á þrettándu mínútu og fær 9 í einkunn hjá Sky Sports.

Leikmenn enska landsliðsins fá furðu háar einkunnir fyrir frammistöðu sína í sigrinum, þar sem lægstu einkunnir byrjunarliðsmanna eru 7.

Declan Rice fær 9 í einkunn, alveg eins og Bellingham, og fá fjórir leikmenn 8 fyrir sinn þátt - þar á meðal Trent Alexander-Arnold sem spilaði á miðjunni.

Kantmaðurinn Filip Kostic, sem leikur með Juventus á Ítalíu, var versti leikmaðurinn í liði Serbíu og fær hann aðeins 3 í einkunn á meðan miðjumaðurinn Nemanja Gudelj, sem spilar með Sevilla á Spáni, fær 4.

Serbía: Rajkovic (6); Veljkovic (5), Milenkovic (6), Pavlovic (6); Zivkovic (6), Milinkovic-Savic (5), Gudelj (4), Lukic (5), Kostic (3); Vlahovic (6), Mitrovic (5)
Varamenn: Mladenovic (7), Ilic (6), Tadic (6), Jovic (5), Birmancevic (6)

England: Pickford (7); Walker (8), Stones (7), Guehi (8), Trippier (7); Rice (9), Alexander-Arnold (8); Saka (8), Bellingham (9), Foden (7); Kane (7)
Varamenn: Gallagher (6), Bowen (7)
Athugasemdir
banner
banner
banner