Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. júlí 2020 15:12
Arnar Laufdal Arnarsson
Ajax sækir ungstirni frá FC Nordsjælland (Staðfest)
Mikið efni
Mikið efni
Mynd: Ajax
Hinn 19 ára gamli Mohammed Kudus er genginn til liðs við hollenska stórveldið Ajax frá FC Nordsjælland í Danmörku en þetta var tilkynnt á heimasíðu Ajax í dag.

Kaupverðið er talið vera í kringum 9 milljónir evra og skrifaði hann undir 5 ára samning.

Kudus er fæddur árið 2000 en hann gekk til liðs við Nordsjælland árið 2018 frá liðinu Right to Dream frá Ghana og hefur síðan spilað 28 leiki með aðalliði Nordsjælland og skorað í þeim leikjum 12 mörk.

Mörg stórlið Evrópu voru á eftir kappanum en hann var orðaður við Liverpool, Everton og Tottenham en hann er sagður hafa hafnað þeim liðum til þess að skrifa undir hjá Ajax.

Sjá einnig: Antony til Ajax (staðfest)

Þetta er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Ajax en í lok febrúar gekk Antony Matheus dos Santos til liðs við Ajax frá Sao Paulo í Brasilíu til að leysa Hakim Zieych af hólmi en hann gekk til liðs við Chelsea fyrr í vor.
Athugasemdir
banner
banner