Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 16. júlí 2020 15:53
Magnús Már Einarsson
Ísak framlengir við Norwich
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson hefur gert nýjan samning við Norwich sem gildir til ársins 2022.

Ísak gekk til liðs við Fleetwood í ensku C-deildinni á láni í janúar síðastliðnum.

Hann var átta sinnum á varamannabekknum og kom tvisvar við sögu hjá Joey Barton og félögum í C-deildinni áður en keppni var hætt í mars vegna kórónaveirunnar.

Hinn 19 ára gamli Ísak lék í yngri flokkum Aftureldingar áður en hann gekk til liðs við Norwich sumarið 2017. Hann hefur leikið bæði með U18 og U23 ára liði Norwich.

Ísak hefur samtals spilað 23 leiki með U16, U17, U18 og U19 ára landsliði Íslands. Hann hefur skorað eitt mark í níu leikjum með U19 landsliði Íslands þar sem hann hefur verið fyrirliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner