Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2019 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Schöne skoraði í fyrsta keppnisleiknum með Genoa
Mynd: Lasse Schöne
Mynd: Getty Images
Genoa 4 - 1 Imolese
1-0 Domenico Criscito ('2, víti)
2-0 Riccardo Saponara ('23)
3-0 Paolo Ghiglione ('29)
3-1 Isnik Alimi ('53)
4-1 Lasse Schöne ('75)

Genoa er komið áfram í ítalska bikarnum eftir auðveldan sigur á neðrideildarliði Imolese.

Domenico Criscito skoraði úr vítaspyrnu í upphafi leiks og bættu Riccardo Saponara og Paolo Ghiglione við mörkum fyrir leikhlé.

Isnik Alimi minnkaði muninn fyrir gestina en Lasse Schöne, sem skipti úr Ajax til Genoa fyrr í sumar, innsiglaði sigurinn á 75. mínútu.

Criscito gekk aftur í raðir Genoa í fyrra eftir sjö góð ár með Zenit í Rússlandi og Saponara gekk til liðs við félagið í sumar eftir að hafa spilað fyrir Sampdoria og Fiorentina undanfarin ár.

Þetta voru 64-liða úrslit. Genoa mætir annað hvort Ascoli eða Trapani í 32-liða úrslitum.

Genoa rétt bjargaði sér frá falli á síðustu leiktíð og byrjað nýtt tímabil á útivelli gegn AS Roma. Þeim leik fylgja erfiðir heimaleikir gegn Fiorentina og Atalanta.

Deildartímabilið fer af stað um næstu helgi en þessi helgi fer í bikarinn. Parma mætir til leiks á morgun og svo eru lið á borð við Fiorentina og Sampdoria sem eiga leiki á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner