Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. ágúst 2019 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
Peter Schmeichel segir De Gea vera búinn að skrifa undir
Schmeichel vann til fjölda titla með Man Utd, meðal annars þrennuna frægu árið 1999.
Schmeichel vann til fjölda titla með Man Utd, meðal annars þrennuna frægu árið 1999.
Mynd: Getty Images
David De Gea á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Manchester United en Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Rauðu djöflanna, segir hann vera búinn að ná samkomulagi við félagið um nýjan samning.

Framtíð De Gea hefur verið í óvissu að undanförnu og hefur Real Madrid verið orðað sterklega við hann á síðustu árum.

„Það er frábært merki að David hafi samþykkt nýjan samning. Hann hefur verið besti leikmaður liðsins síðustu fimm ár. Hann verður áfram hjá félaginu og við verðum að byggja á því," sagði Schmeichel sem var meðal áhorfenda á British Par 3 mótinu í golfi.

„Það hafa nokkrir mikilvægir leikmenn farið frítt, eins og Antonio Valencia og Ander Herrera. Það er búið að skipta þeim út fyrir Wan-Bissaka og Daniel James, sem eru flottir ungir Bretar. Framtíðin lofar góðu."

Kasper Schmeichel, sonur Peter og aðalmarkvörður Leicester, hefur verið orðaður við markmannsstöðuna hjá Man Utd skildi De Gea yfirgefa félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner