Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 16. september 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland niður í 60. sæti á heimslistanum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A-landslið karla er komið niður í 60. sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA. Liðið fellur um sjö sæti milli mánaða.

Í upphafi árs var Ísland í 46. sæti en hefur síðan fallið um fjórtán sæti. Listinn birtist í kjölfar úrslitanna gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalands fyrr í þessum mánuði.

Belgía og Brasilía eru í efstu tveimur sætum listans en England er komið upp fyrir Frakkland og er í þriðja sætinu. Jamaíka og Kamerún eru liðin sem eru í sætunum fyrir ofan Ísland.

Íslenska liðið hefur ekki verið jafn neðarlega á heimslistanum síðan í upphafi stjórnartíðar Lars Lagerbäck árið 2012.


Athugasemdir
banner
banner