Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. september 2021 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers: Glæpur ef við lærum ekki af þessum mörkum
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, var vonsvikinn með að fá aðeins stig gegn Napoli í Evrópudeildinni í kvöld.

Leicester komst yfir með marki frá Ayoze Perez snemma leiks áður en Harvey Barnes bætti við öðru á 64. mínútu. Victor Osimhen sá til þess að Napoli færi ekki tómhent heim með því að skora tvö mörk og lokatölur því 2-2.

„Ég er vonsvikinn með úrslitin en það voru nokkur spennandi og góð augnablik, sérstaklega mörkin tvö og svo var eitt mark dæmt af, það var tæpt," sagði Rodgers.

„Við vorum kannski svolítið þreyttir og sumir leikmenn voru að fá tækifæri. Það eru hlutir sem við getum bætt, tildæmis með að halda bolta lengur. Ef það hefði tekist þá hefðum við ekki fundið svona fljótt fyrir þreytunni."

„Framlagið og hugarfarið var gott. Það er í raun synd að við gátum ekki klárað þetta. Mér fannst Napoli ekki skapa of mörg færi og við héldum bolta ágætlega. Það þarf að gera skítaverkin líka."

„Glæpurinn er ekki að gefa þessi tvö mörk heldur ef maður lærir ekki af því. Ég er viss um þetta unga lið mun gera það,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner