fim 16. september 2021 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Rummenigge: Haaland fer ekki til Liverpool
Erling Braut Haaland er líklega frá Dortmund næsta sumar en Liverpool er ekki áfangastaðurinn samkvæmt Rummenigge
Erling Braut Haaland er líklega frá Dortmund næsta sumar en Liverpool er ekki áfangastaðurinn samkvæmt Rummenigge
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, fyrrum framkvæmdastjóri Bayern München í Þýskalandi, telur það ekki líklegt að Erling Braut Haaland fari til Liverpool næsta sumar.

Rummenigge hætti sem framkvæmdastjóri Bayern í lok júní en Oliver Kahn tók við hlutverki hans.

Þýska blaðið Bild spurði hann út í stöðu Erling Braut Haaland hjá Borussia Dortmund og hvaða lið væru í baráttunni um hann en þar útilokaði hann enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

„Lewandowski er besti framherji í heimi en Haaland kemur næstur á eftir honum. Samningur Lewandowski gildir til 2023 en Bayern vill halda honum lengur," sagði Rummenigge.

„Haaland er fjárfesting. Hann fer ekki til Liverpool. Ég þekki eiganda félagsins vel og hann er ekki þekktur fyrir að opna veskið."

„Ég myndi ekki útiloka Real Madrid. Félagið mun opna veskið aðeins meira næsta sumar og fá kannski Haaland og Kylian Mbappe,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner