Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   mán 16. september 2024 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Chiesa í hópnum hjá Liverpool gegn Milan
Mynd: Getty Images
Ítalski vængmaðurinn Federico Chiesa gæti þreytt frumraun sína með Liverpool þegar liðið heimsækir AC Milan í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Chiesa kom til Liverpool frá Juventus undir lok gluggans en ekki enn spilað sinn fyrsta leik fyrir enska félagið.

Ástæðan er leikform hans. Ítalinn spilaði ekkert með Juventus á undirbúningstímabilinu þar sem félagið vildi losa sig við hann og mætti hann því svolítið ryðgaður til Liverpool.

Leikmaðurinn kaus að fara ekki í landsliðsverkefni með Ítalíu fyrr í þessum mánuði og setti alla einbeitingu á að koma sér af stað með Liverpool.

Arne Slot, stjóri Liverpool, var greinilega ánægður með þá ákvörðun, en hann hefur valið Chiesa í 23-manna hópinn sem mætir AC Milan í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Liðin eru að eigast við í 1. umferð í deildarkeppninni en leikurinn er spilaður á San Síró í Mílanó.

Hópur Liverpool: Alisson, Gomez, Endo, Van Dijk, Konate, Diaz, Szoboszlai, Nunez, Mac Allister, Salah, Chiesa, Jones, Gakpo, Jota, Tsimikas, Robertson, Gravenberch, Jaros, Kelleher, Alexander-Arnold, Quansah, Morton, Bradley.
Athugasemdir
banner
banner
banner