Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 16. október 2020 16:11
Elvar Geir Magnússon
Harry Wilson lánaður til Cardiff (Staðfest)
Cardiff City hefur fengið Harry Wilson lánaðan frá Liverpool út tímabilið. Gengið var frá skiptunum rétt áður en innanlandsglugganum var lokað.

Wilson er 23 ára en á síðasta tímabili var hann á láni hjá úralsdeildarliði Bournemouth þar sem hann skoraði sjö mörk í 31 leik.

Wilson var orðaður við Burnley í sumar en Cardiff er í Championship-deildinni þar sem liðið er með einn sigur, eitt jafntefli og tvo tapleiki eftir fjórar umferðir.

Á heimasíðu Liverpool er sagt að Wilson muni nú halda áfram framþróun sinni hjá Cardiff.


Athugasemdir
banner