Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. október 2020 21:21
Brynjar Ingi Erluson
Holland: Elías Már á skotskónum í sigri - Kristófer spilaði í tapi
Elías Már Ómarsson er sjóðheitur í Hollandi
Elías Már Ómarsson er sjóðheitur í Hollandi
Mynd: Getty Images
Íslenski framherjinn Elías Már Ómarsson er sjóðheitur með hollenska B-deildarliðinu Excelsior í byrjun leiktíðar en hann skoraði í 2-0 sigri liðsins á MVV Maastricht í kvöld.

Elías hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar til þessa en hann gerði níunda mark sitt í áttunda leiknum á tímabilinu.

Julian Bass kom Excelsior á bragðið á 52. mínútu áður en Elías gerði annað markið þremur mínútum síðar. Góður sigur fyrir Excelsior sem er í þrettánda sæti deildarinnar.

Elías er markahæsti maður deildarinnar sem stendur með 9 mörk en næstur á eftir honum er Sydney van Hooijdonk, leikmaður NAC Breda, með átta mörk.

Kristófer Ingi Kristinsson var þá í byrjunarliði unglinga- og varaliðs PSV Eindhoven sem tapaði fyrir FC Volendam, 5-1. Kristófer fór af velli á 62. mínútu.

Lið hans er í 8. sæti með 8 stig en Kristófer gekk til liðs við PSV fyrr á þessu ári eftir að hafa verið á mála hjá Grenoble í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner