fös 16. október 2020 09:49
Elvar Geir Magnússon
Magni vill klára mótið - Halda erlendu leikmönnunum
Magnamenn fagna marki.
Magnamenn fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, vonast til að keppni í Lengjudeildinni verði kláruð. KSÍ er að skoða framhald Íslandsmótsins og það verður líklega ákveðið í dag. Magni er í fallsæti í Lengjudeildinni á einu marki lakari markatölu en Þróttur.

„Að sjálfsögðu höfum við pælt í þessu en það hefði ekki breytt neinu hvort þú hefðir hringt í mig núna eða áður en öll þessi neikvæða umræða kom, að allir væru að senda útlendingana sína heim. Það er alltaf sama svar hjá okkur. Við viljum auðvitað klára mótið. Það eru allir á þeirri línu,“ sagði Sveinn í samtali við Vísi í dag.

En myndu Magnamenn skilja það ef Íslandsmótið yrði blásið af?
„Eflaust myndum við skilja það þótt við yrðum eflaust skúffaðir með það. En KSÍ er búið að gefa sér frest til 1. desember og það er langt þangað til. Lið hafa oft lent í vandræðum en klórað sig út úr þeim. Keppni hefur ekki verið hætt. Auðvitað eru þetta leiðinlegar aðstæður en eru þær ekki leiðinlegar fyrir öll lið?,“ sagði Sveinn við Vísi.

Magnamenn eru með fjóra erlenda leikmenn innan sinna raða, þá Louis Wardle, Costelus Lautaru, Kairo Edwards-John og Alejandro Munoz. Nokkur félög hafa sent erlenda leikmenn sína heim að undanförnu en Magnamenn ætla ekki að gera það og vonast til að mótið verði klárað.

Magni á eftir heimaleik við Vestra en ólíklegt er að sá leikur gæti farið fram á Grenivík. Magni myndi þá spila á gervigrasvelli KA, í Boganum eða á Dalvíkurvelli að því er Sveinn segir við Vísi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner