Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. október 2020 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo: Ég braut engar reglur
Cristiano Ronaldo segist hafa fengið heimild frá heilbrigðisyfirvöldum til að fljúga aftur til Ítalíu
Cristiano Ronaldo segist hafa fengið heimild frá heilbrigðisyfirvöldum til að fljúga aftur til Ítalíu
Mynd: Getty Images
Portúgalska knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo segist ekki hafa brotið sóttvarnarreglur með því að ferðast frá Portúgal til Ítalíu á dögunum en hann greinir frá þessu á Instagram.

Ronaldo greindist með kórónaveiruna á dögunum og var því ekki með portúgalska landsliðinu sem spilaði gegn Svíum í Þjóðadeildinni en hann var hins vegar með í leiknum gegn Frökkum.

Hann var sendur í sóttkví en ferðaðist aftur til Ítalíu. Ítölsku miðlarnir greindu frá því að hann hefði brotið reglur en bæði Ronaldo og Juventus hafna því og var hann með heimild til þess að fljúga aftur til Ítalíu.

„Ég braut engar reglur. Það er verið að segja að ég hafi brotið ítölsk lög en það er allt saman lygi. Ég talaði við félagið mitt og það er okkar ábyrgð að gera þetta rétt. Þetta var allt gert með leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum," sagði Ronaldo á Instagram.

„Ég vil bara segja þetta fyrir þennan ítalska mann sem skrifaði um þetta en þetta er allt saman lygi. Ég fór eftir öllum reglum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner