Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 16. október 2021 14:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Halldór Smári og Hákon Ingi byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jæja, þá fer að koma að henni - stóru stundinni! Bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings hefst klukkan 15:00 á Laugardalsvelli og er það lokaleikur tímabilsins hér á Íslandi. Leikurinn er í beinn útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Fótbolti.net en allir eru hvattir til að mæta á Laugardalsvöll!

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum!!!

Víkingur er með markatöluna 9-1 + 1-0 í framlengingu á leið sinni í úrslitaleikinn. Liðið vann Sindra 3-0, KR 3-1, Fylki 0-1 og Vestra 0-3. Víkingur varð Íslandemeistari í haust og kemur á miklu skriði inn í úrslitaleikinn. Liðið hefur unnið alla leiki sína frá því liðið gerði 2-2 jafntefli gegn KA þann 8. ágúst.

ÍA er einnig með sömu markatölu, 9-1, í leið sinni að úrslitaleiknum. ÍA vann Fram 3-0, FH 1-0, ÍR 1-3 og Keflavík 2-0. ÍA endaði tímabilið með frábærum endaspretti og vann alla sína leiki sína eftir 3-0 tap gegn KA þann 29. ágúst. Liðið endaði í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Frá undanúrslitaleikjunum er einungis ein breyting á hvoru liði Guðmundur Tyrfingsson tekur sér sæti á bekknum hjá ÍA og Hákon Ingi Jónsson kemur inn. Hjá Víkingi kemur Halldór Smári inn og Karl Friðleifur er á bekknum.

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Aron Kristófer Lárusson
5. Wout Droste
7. Sindri Snær Magnússon
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Ísak Snær Þorvaldsson
20. Guðmundur Tyrfingsson
44. Alex Davey

Byrjunarið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
7. Erlingur Agnarsson
8. Sölvi Ottesen (f)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
13. Viktor Örlygur Andrason
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason
23. Nikolaj Hansen
80. Kristall Máni Ingason
Athugasemdir
banner
banner