Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Benzema spilar ekki aftur fyrir Frakkland - Vill spila fyrir Alsír
Karim Benzema og Mathieu Valbuena
Karim Benzema og Mathieu Valbuena
Mynd: Getty Images
Karim Benzema, framherji Real Madrid á Spáni, mun ekki spila aftur fyrir Frakkland og hefur nú beðið franska knattspyrnusambandið um að gefa honum leyfi til að spila fyrir aðra þjóð.

Benzema hefur ekki verið valinn í franska landsliðið síðan 2015 en hann hefur verið útskúfaður frá því hann átti með óbeinum hætti að hafa fjárkúgað Valbuena.

Því var hótað að kynlífsmyndband af honum kærustu hans myndi birtast á netinu ef hann myndi ekki borga ákveðna upphæð. Hvorki Benzema né Valbuena hafa spilað landsleik eftir atburðinn.

Benzema hefur verið magnaður á þessari leiktíð með Real Madrid þar sem hann hefur skorað 11 mörk og lagt upp 5 mörk í 15 leikjum en það dugði ekki til að fá kallið.

Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, segir að Benzema spili aldrei aftur fyrir Frakkland.

„Benzema er frábær leikmaður og ég hef aldrei gagnrýnt hæfileika hans. Hann hefur sannað það að hann er einn besti framherji heims með frammistöðu sinni hjá Real Madrid en ævintýri hans með franska landsliðinu er lokið," sagði Le Groet.

Franski framherjinn vill þó að franska knattspyrnusambandið gefi honum leyfi til að spila fyrir aðra þjóð en Benzema á ættir sínar að rekja til Alsír. Hann hefur spilað 81 leik fyrir Frakkland og flestir leikirnir hafa komið í opinberum keppnum og því svo gott sem ómögulegt að FIFA heimili ósk hans.

„Noel, ég sem hélt að þú hefðir engin áhrif á landsliðsval þjálfarans. Höfum það á hreinu að aðeins ég ákveð það hvenær ég legg landsliðsskóna á hilluna. Ef þú heldur að þetta sé búið leyfðu mér þá að spila fyrir þjóð sem ég má spila með og við munum sjá hvað gerist," sagði Benzema á Twitter.
Athugasemdir
banner