lau 16. nóvember 2019 14:18 |
|
Bose-mótið: Rannveig skoraði þrennu í fyrri hálfleik gegn Keflavik
Menn leiksins Þóra Kristín Klemenzdóttir leikmaður Keflavíkur og Rannveig Bjarnadottir leikmaður FH fengu Bose hátala eftir leikinn
Mynd: Origo
1-0 Rannveig Bjarnadóttir
2-0 Rannveig Bjarnadóttir
3-0 Rannveig Bjarnadóttir
4-0 Helena Ósk Hálfdánardóttir
5-0 Valgerður Ósk Valsdóttir
6-0 Þórey Björk Eyþórsdóttir
FH mætti Keflavík í Skessunni í fyrsta leik liðanna í Bose-mótinu. Rannveig Bjarnadóttir skoraði þrennu fyrir FH í hálfleik leiksins.
FH bætti við þremur mörkum í seinni hálfleik og sigraði leikinn því 6-0. FH leikur í Pepsi Max-deildinni á komandi leiktíð en Keflavík féll úr Pepsi Max í sumar.
„Þetta var frábær sigur og gaman að byrja mótið svona vel. Ég er ánægð með spilamennskuna. Við vorum að spila mjög vel,” sagði Rannveig Bjarnadóttir eftir leikinn.
Næstu leikir liðanna:
Föstudagur 22. nóvember
KVK 20:00 Keflavík - KR (Reykjaneshöllin)
Laugardagurinn 23.nóvember
KVK 12:45 FH - Valur (Skessan)
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
22:54
09:00