Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. nóvember 2019 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool keypti húsið af Rodgers - Klopp borgar ekki lengur leigu
Mynd: Getty Images
Eins og kom fram í síðasta mánuði þá hefur Brendan Rodgers leigt Jurgen Klopp húsnæði sitt síðan að Rodgers var rekinn frá Liverpool árið 2015. Klopp tók við liðinu á þeim tímapunkti.

Liverpool þurfti að borga Rodgers um 15 milljónir punda þegar hann var rekinn og í gær sagði Daily Mail frá því að Rodgers hefði fengið tæpar fjórar milljónir punda til viðbóta frá félaginu.

Í þetta skiptið er það vegna kaupa Liverpool félagsins á húsnæði Rodgers. Liverpool keypti húsnæðið svo Klopp þurfi ekki að borga leigu af því.

Húsið er staðsett í Formby. Hugsun Liverpool er að eiga húsnæðið og leyfa framtíðar knattspyrnustjórum sínum að búa þar á meðan þeir starfa hjá félaginu.

Hér má lesa frétt Daily Mail um málið.
Athugasemdir
banner
banner