Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Óbein aukaspyrna - Vippaði boltanum upp og skallaði á markmann
Mynd af Davies úr leiknum í nótt.
Mynd af Davies úr leiknum í nótt.
Mynd: Getty Images
Bandaríkin sigraði í nótt lið Kanada í 3. umferð A-riðils í Norður- og Mið-Ameríku Þjóðadeildinni. Leikurinn endaði 4-1, leikið var í Orlando. Kanada er efst í riðlinum með 9 stig eftir fjóra leiki en Bandaríkin er með sex stig eftir þrjá leiki. Kúba er á botni riðilsins, án stiga.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Milan Borjan, markvörður Kanada, að líta gula spjaldið. Borjan greip þá skalla frá Alphonso Davies, varnarmanni Kanada. Davies er á mála hjá Bayern Munchen í þýsku Bundesliga.

Yfirleitt er löglegt að skalla boltanum á markvörðinn en Davies vippaði sjálfur boltanum upp og skallaði í kjölfarið á markvörðinn.

Samkvæmt knattspyrnulögunum er það ekki löglegt og skal spjalda varnarmanninn í slíkum tilvikum. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner