Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 17:25
Hafliði Breiðfjörð
Stórsigur Vals gegn KR í Bose mótinu
Guðný Árnadóttir, leikmaður Vals,  og Laufey Björnsdóttir leikmaður KR voru valdar menn leiksins og fengu þær Bose hátalara að launum.
Guðný Árnadóttir, leikmaður Vals, og Laufey Björnsdóttir leikmaður KR voru valdar menn leiksins og fengu þær Bose hátalara að launum.
Mynd: Origo
Valur vann stórsigur á KR í Reykjavíkurslagnum í Bose mótinu í kvennaflokki í Skessunni nú síðdegis. Valskonur höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og komust þá í 5-0 áður en KR náði að svara með marki.

Valur átti síðan lokaorðið og bætti við sjötta markinu undir lok leiksins. Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði 2 mörk fyrir Val og þær Ída Marín Hermannsdótir, Málfríður Anna Eiríksdóttir, Arna Eiríksdóttir og Emma Steinsen Jónsdóttir skoruðu allar eitt mark hver. Hugrún Lilja Ólafsdóttir skoraði mark KR.

„Þetta var mjög góður sigur hjá okkur og við lögðum grunninn að honum með mjög góðum leik í fyrri hálfleik," sagði Guðný Árnadóttir, leikmaður Vals eftir leikinn.

„Þetta jafnaðist mikið í seinni hálfleik en við getum ekki annað en verið mjög ánægðar með sigurinn. Það er gaman að taka þátt í Bose mótinu og miklu skemmtilegra að spila undirbúningsleikina í svona alvöru móti," sagði Guðný sem átti stórleik í leiknum og var valinn besti leikmaður Hlíðarendaliðsins. Laufey Björnsdóttir var valinn besti leikmaður KR og fengu þær Bose hátalara að launum.
Athugasemdir
banner
banner
banner