Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 14:15
Ívan Guðjón Baldursson
Fernando Torres í þjálfarateymi Atletico Madrid B
Mynd: Getty Images
Spænska goðsögnin Fernando Torres er að klifra upp stigann í þjálfarateymi Atletico Madrid.

Hinn 36 ára gamli Torres er búinn að leggja skóna á hilluna og hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun. Hann var ráðinn í akademíu Atletico Madrid í september og greina spænskir fjölmiðlar frá því að hann sé strax kominn upp í þjálfarateymi varaliðsins, Atletico Madrid B.

Torres starfar hjá Atletico meðan hann klárar þjálfaragráðurnar sínar og verður áhugavert að fylgjast með þróun hans.

Fyrsti leikur Torres í þjálfarateymi varaliðsins verður í dag gegn Poblense. Torres ólst upp hjá Atletico og skoraði meira en 100 mörk á tíma sínum hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner