
Völsungur er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í C-deild Lengjubikarsins. Húsvíkingar unnu ÍR-inga, 3-1, í Breiðholtinu í kvöld þar sem Anna Guðný Sveinsdóttir skoraði tvö fyrir gestina.
Í B-deildinni vann Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir 2-1 sigur á Augnabliki. Katrín Edda Jónsdóttir skoraði mörk FHL í leiknum, fyrra á 26. mínútu og það síðara á 50. mínútu.
Viktoría París Sabido minnkaði muninn fyrir Augnablik þegar tíu mínútur voru eftir en lengra komust Blikar ekki. FHL tapaði fyrsta leiknum en hefur nú unnið tvo í röð og er því með 6 stig í 4. sæti.
Í C-deildinni er Völsungur í efsta sæti í riðli 2 með 6 stig eftir að það vann 3-1 sigur ÍR. Anna Guðný kom Völsungi í tveggja marka forystu en Lovísa Guðrún Einarsdóttir náði einu í mark gestanna áður en hálfleikurinn var úti.
Völsungur kláraði leikinn á 85. mínútu með marki frá Hildi Önnu Brynjarsdóttur. Völsungur mætir Álftanesi í næstu umferð, en Álftanes er í botnsæti riðilsins og án stiga eftir tvo leiki.
Úrslit og markaskorarar:
B-deild:
Augnablik 1 - 2 FHL
0-1 Katrín Edda Jónsdóttir ('26 )
0-2 Katrín Edda Jónsdóttir ('50 )
1-2 Viktoría París Sabido ('80 )
C-deild:
ÍR 1 - 3 Völsungur
0-1 Anna Guðný Sveinsdóttir ('21 )
0-2 Anna Guðný Sveinsdóttir ('24 )
1-2 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('39 )
1-3 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('85 )
Athugasemdir