Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 17. apríl 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frankfurt kaupir Jovic (Staðfest) - Sögusagnir um stærri félög
Þýska félagið Eintracht Frankfurt festi í dag kaup á sóknarmanninum öfluga Luka Jovic. Hann gerir samning við félagið til 2023.

Jovic hefur verið í láni hjá Frankfurt frá Benfica undanfarin tvö tímabil. Í lánssamningum var möguleiki fyrir Frankfurt að kaupa Jovic og félagið hefur nýtt sér það. Talið er að kaupaverðið séu aðeins 7 milljónir evra.

Jovic skoraði átta mörk í 22 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Frankfurt. Á þessu tímabili hefur hann skorað 17 mörk og lagt upp sex mörk í 27 deildarleikjum. Þá hefur hann skorað átta mörk í Evrópudeildinni.

Jovic er 21 árs gamall Serbi. Þótt að Frankfurt hafi verið að kaupa hann þá er spurning hvort hann verði þar á næsta tímabili. Jovic hefur nefnilega verið sterklega orðaður við stórlið á borð við Liverpool, Bayern og Barcelona.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála en ef Jovic fer í sumar þá fer hann ekki ódýrt. Frankfurt mun stórgræða ef það gerist.
Athugasemdir
banner