lau 17. apríl 2021 09:30 |
|
England á EM - Ţessa myndi ég taka međ
Ţví miđur mun Ísland ekki taka ţátt á Evrópumótinu í sumar. Viđ rétt misstum af ţví ađ komast á ţriđja stórmótiđ í röđ, en viđ skulum ekki vera ađ hugsa of mikiđ um ţađ.
Íslendingar sem ćtla ađ fylgjast međ Evrópumótinu ţurfa ađ finna sér nýtt liđ til ađ halda međ á mótinu. England verđur líklega vinsćlt ţar vegna ţess ađ viđ Íslendingar elskum enska boltann, alla vega er hann gríđarlega vinsćll.
Ţađ hefur nokkur umrćđa myndast í tengslum viđ enska landsliđshópinn fyrir sumar en ţađ eru margir leikmenn sem koma til greina. Ţađ verđur erfitt fyrir Gareth Southgate ađ velja og margir sem verđa fúlir ţegar tilkynnt verđur um valiđ.
Sparkspekingarnir Gary Neville og Jamie Carragher völdu sína hópa fyrir mótiđ á dögunum og ţá fékk ég ţá hugmynd ađ skođa ţađ sjálfur, hverja ég myndi velja í hópinn.
Ég veit líklega ekki best en ţetta er skemmtilegt umrćđuefni og gaman ađ velta ţessu fyrir sér. England fer inn í mótiđ međ ţađ hugarfar ađ vinna ţađ; eins og alltaf en sérstaklega eftir ađ hafa komist í undanúrslitin á HM síđast. England er í riđli međ Króatíu Skotlandi og Tékklandi. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn á mótinu fara fram á Wembley í London.
Markverđir:
Nick Pope (Burnley)
Dean Henderson (Man Utd)
Jordan Pickford (Everton)
Ţađ fara ţrír markverđir međ á mótiđ og ađ mínu er ţađ nokkuđ augljóst hverjir fara, ef ţeir verđa allir heilir. Nćsti mađur inn er Sam Johnstone sem hefur átt gott tímabil međ West Brom. Nick Pope vćri alltaf ađalmarkvörđur hjá mér en Southgate er mikill ađdáandi Pickford.
Varnarmenn:
Trent Alexander-Arnold (Liverpool)
Kyle Walker (Man City)
John Stones (Man City)
Harry Maguire (Man Utd)
Tyrone Mings (Aston Villa)
Luke Shaw (Man Utd)
Bukayo Saka (Arsenal)
Ţađ hefur veriđ umrćđa um Trent Alexander-Arnold og hvort hann eigi ađ fara međ. Hann á alltaf ađ fara međ. Ţađ er enginn betri hćgri bakvörđur en hann sóknarlega, líklega í öllum heiminum. Gegn liđum eins og Skotland og Tékklandi, ţar sem England mun stjórna ferđinni, ţá vćri gott ađ nota hann og hans fyrirgjafir. Kyle Walker er ţá hinn hćgri bakvörđurinn sem fer međ. Ţađ er líka hćgt ađ nota hann sem hafsent í ţriggja manna vörn.
Luke Shaw er búinn ađ vinna sér aftur sćti í landsliđinu eftir frábćrt tímabil međ Manchester United. Hann á alltaf ađ byrja og svo er hćgt ađ nota Saka í bakverđi, eđa vćngbakverđi, ţegar Shaw er hvíldur.
Ég nefni bara ţrjá miđverđi hérna. Harry Maguire og John Stones munu byrja saman ef England stillir upp í fjögurra manna vörn. Svo er hćgt ađ nota Walker eđa Shaw ef fariđ er í ţriggja hafsenta kerfi. Mings er búinn ađ vera mjög fínn međ Aston Villa sem er mjög sterkt varnarliđ og á skiliđ ađ fara međ. Declan Rice getur falliđ aftur niđur í miđvörđ ef nauđsynlegt er.
Nćstu menn inn í hópinn er varđar vörnina vćru Aaron Wan-Bissaka, Kieran Trippier, Reece James, Ben Chilwell, Ben Godfrey og Michael Keane.
Miđjumenn:
Declan Rice (West Ham)
Jordan Henderson (Liverpool)
Kalvin Phillips (Leeds)
Mason Mount (Chelsea)
Jack Grealish (Aston Villa)
Phil Foden (Man City)
Jude Bellingham (Dortmund)
Ég hugsađi um ađ setja fjórđa miđvörđinn inn og sleppa einhverjum af miđjumönnunum. En ţađ er eiginlega ekki hćgt. Declan Rice og Kalvin Phillips geta leyst ţađ ađ vera djúpir á miđju og er búnir ađ vera stórkostlegir. Ţađ sama má segja um Grealish, Mount og Foden. Henderson fer ađ koma til baka úr meiđslum og ef hann er heill, ţá er hann eiginlega ómissandi í ţessum hóp.
Jude Bellingham er bara 17 ára en hann verđur ađ vera međ. Búinn ađ spila vel međ Borussia Dortmund og var besti mađur liđsins í tveggja leikja einvígi viđ Manchester City í átta-liđa úrslitum Meistaradeildarinnar. Ţađ er bara ekkert eđlilegt viđ ţađ ţegar ţú ert 17 ára.
James Ward-Prowse gerir kannski tilkall til ađ komast í hópinn, en hann verđskuldar ţađ ekki meira en hinir sem eru ţarna. Southgate virđist ekki vera sérstaklega hrifinn af James Maddison, miđjumanni Leicester, og hann útilokađi sig örugglega međ ţví ađ fara í partý á dögunum.
Framherjar:
Harry Kane (Tottenham)
Dominic Calvert-Lewin (Everton)
Marcus Rashford (Man Utd)
Jesse Lingard (West Ham)
Jadon Sancho (Dortmund)
Raheem Sterling (Man City)
Harry Kane er besti leikmađur Englands og ţeir ţurfa ađ treysta á mörk frá honum á ţessu móti. Dominic Calvert-Lewin verđur varaskeifa fyrir hann, alls ekki slćm varaskeifa. Marcus Rashford getur einnig spilađ sem fremsti mađur en er betri út á kanti.
Hvorki Neville né Carragher valdi Jadon Sancho í sinn hóp en ţađ er leikmađur sem á ađ fara međ. Byrjađi hćgt en hefur heilt yfir átt fínt tímabil. Hann hefur komiđ ađ 28 mörkum í 44 leikjum međ landsliđi og félagsliđi á tímabilinu. Raheem Sterling fer auđvitađ međ ţó hann hafi átt nokkuđ erfitt uppdráttar upp á síđkastiđ. Jesse Lingard verđur svo eiginlega ađ vera í ţessum hóp miđađ viđ ţađ hvernig hann hefur spilađ upp á síđkastiđ. Er of stórt ađ segja ađ hann hafi veriđ besti leikmađur ensku úrvalsdeildarinnar síđan 1. febrúar?
Nćstir inn sem framherjar vćru Ollie Watkins, Tammy Abraham, Danny Ings, Harvey Barnes og Mason Greenwood.
Hvernig vćri ţinn hópur?
Athugasemdir