Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin 17 ára Amanda lagði upp fyrir Ingibjörgu í frumraun sinni
Amanda fer vel af stað með Vålerenga.
Amanda fer vel af stað með Vålerenga.
Mynd: Vålerenga
Hin 17 ára gamla Amanda Andradóttir lagði upp tvö mörk fyrir Vålerenga í sínum fyrsta leik fyrir félagið í dag.

Vålerenga, sem vann tvöfalt í Noregi í fyrra, spilaði æfingaleik við SF Grei. Bæði Amanda og Ingibjörg Sigurðardóttir voru í byrjunarliði Vålerenga.

Ingibjörg skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu frá Amöndu. Íslensk samvinna upp á tíu þar.

Amanda tók spyrnur Vålerenga í leiknum og henni tókst að leggja upp annað mark. Leikurinn endaði 7-0.

Ingibjörg var besti leikmaðurinn í Noregi í fyrra en hún er á leið í sitt annað tímabil með Vålerenga. Amanda er á leið inn í sitt fyrsta tímabil með félaginu eftir að hafa spilað með Nordsjælland í fyrra.

Amanda, sem er dóttir Andra Sigþórssonar og frænka Kolbeins Sigþórssonar, þykir gríðarlega efnileg en hún getur valið að spila á fyrir íslenska eða norska landsliðið. Hún hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands.

Hægt er að lesa viðtal við Amöndu hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner