Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslandstenging hjá Norður-Írum sem eru á leið á sitt fyrsta stórmót
Sara McFadden.
Sara McFadden.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norður-Írland verður á meðal þáttökuþjóða á Evrópumótinu í fyrsta sinn á næsta ári.

Norður-Írar höfðu betur gegn Úkraínu í umspilinu. Norður-Írland vann einvígið samanlagt og verður því á meðal þáttökuþjóða í fyrsta sinn í Englandi á næsta ári.

„Við höfum breytt gangi kvennaboltans hérna til eilífðar og hann getur aðeins orðið stærri og betri eftir þetta," sagði fyrirliðinn Marissa Callaghan eftir sigurinn á Úkraínu.

Norður-Írland er í 49. sæti á heimslistanum en landsliðið var ekki til árið 2003. Það var sett aftur á laggirnar 2004 og núna eru ungar stelpur frá Norður-Írlandi með stórkostlegar fyrirmyndir sem munu spila á stórmóti á næsta ári.

Í liðinu eru fjórar sem hafa spilað á Íslandi á sínum ferli. Markvörðurinn Jacqueline Burns spilaði með ÍBV 2019, hin 35 ára gamla Julie Nelson lék með ÍBV 2011 og 2012, Rachel Furness lék með Grindavík 2010 og Sarah Robson lék með Fylki, Grindavík og FH hér á landi.

Þá hefur Lauren Wade, fyrrum leikmaður Þróttar, einnig verið í kringum hópinn.

Ísland er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner