Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. apríl 2021 14:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Birkir skoraði í tapi - Íslensk skipting
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason er að gera fína hluti með Brescia í Serie B á Ítalíu.

Landsliðsmaðurinn trausti var í byrjunarliði Brescia gegn Empoli á útivelli í dag.

Empoli byrjaði mjög vel og komst í 2-0 forystu eftir 17 mínútna leik. Birkir minnkaði þá muninn fyrir Brescia með marki á 27. mínútu leiksins.

Empoli komst í 3-1 fyrir leikhlé en Brescia minnkaði aftur á muninn á 72. mínútu þegar Alfredo Donnarumma skoraði. Aftur svaraði Empoli því vel, en þeir skoruðu á 85. mínútu og innsigluðu sigurinn.

Lokatölur 4-2 fyrir Empoli sem er á toppi B-deildarinnar. Brescia er í tíunda sæti, þremur stigum frá umspilinu.

Birkir spilaði 84 mínútur en Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á í hans stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner