Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 17. apríl 2021 20:27
Victor Pálsson
Sjáðu markið sem tryggði Chelsea í úrslit
Chelsea tryggði sér í kvöld farseðilinn í úrslit enska bikarsins eftir leik við Manchester City á Wembley.

Leikið var í undanúrslitunum á Wembley en Hakim Ziyech reyndist hetja Chelsea og gerði eina mark leiksins.

Timo Werner lagði upp markið á Ziyech sem þurfti ekki að gera mikið annað en að setja boltann í autt netið.

Chelsea mun spila við annað hvort Leicester City eða Southampton í úrslitum keppninnar.

Hér má sjá mark Ziyech í kvöld.


Athugasemdir
banner