fös 17. maí 2019 09:21
Elvar Geir Magnússon
Tony Pulis rekinn frá Middlesbrough - Of mikill varnarbolti
Tony Pulis.
Tony Pulis.
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, fyrrum stjóri Stoke, hefur verið rekinn frá Middlesbrough.

Middlesbrough hafnaði í sjöunda sæti Championship-deildarinnar en margir höfðu spáð liðinu upp í ensku úrvalsdeildina.

Sóknarleikur Middlesbrough var ekki nægilega öflugur og liðið skoraði aðeins 49 mörk í 46 leikjum.

Stuðningsmenn voru ósáttir við varnarsinnaðan leikstíl Pulis sem lék oft með fimm manna varnarlínu.

Í tilkynningu frá Middlesbrough var Pulis þakkað fyrir hans framlag og er sérstaklega hrósað fyrir að hafa horft til akademíunnar og gefið ungum leikmönnum sín fyrstu tækifæri.

Sagan segir að Jonathan Woodgate gæti stigið sín fyrstu skref sem stjóri og tekið við af Pulis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner