Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland mætir margföldum heimsmeistara í efótbolta
Tekkz.
Tekkz.
Mynd: Getty Images
Ísland er í riðli með Póllandi, Englandi, Eistlandi, Belgíu, Ísrael og Króatíu í undankeppni eNations Cup. Leikið er í tölvuleiknum FIFA.

Ljóst að riðillinn er sterkur, en þó möguleikar á góðum úrslitum að því er kemur fram á vefsíðu KSÍ. Íslenska liðið er talið eitt af fimmtán bestu liðunum í Evrópu í dag.

Englendingar eru eitt allra sterkasta liðið í heiminum og eru þeir með tvo firnasterka leikmenn í liði sínu, þá Tekkz og Hashtag Tom. Tekkz hefur unnið ensku deildina í eFótbolta með Liverpool, er margfaldur heimsmeistari og vann Meistaradeildina í eFótbolta síðastliðið haust. Það verður áhugavert að sjá strákana berjast við hann.

Leikirnir fara fram 20. og 21. maí og verða þeir allir í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Fjögur lið komast upp úr riðlinum í næstu umferð sem fer fram dagana 21. og 22. maí. Strákarnir léku á dögunum vináttuleiki gegn Eistlandi og Finnlandi, en þeir leikir voru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppnina.

Ísland lék fjóra leiki við hvora þjóð og stóð liðið sig vel gegn báðum andstæðingum sínum. Liðið mætti Finnlandi fyrst og vann tvo leiki, en Finnar hina tvo. Aron Þormar Lárusson vann sínar tvær viðureignir gegn Finnum, 3-1 og 4-1, Tindur Örvar Örvarsson tapaði 1-4 og Bjarki Már Sigurðsson tapaði 0-5.

Síðari viðureignin, gegn Eistlandi, gekk enn betur og unnu strákarnir tvo leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum. Aron Þormar vann sína viðureign 6-1, Bjarki Már vann 4-1, Tindur Örvar tapaði 1-4 og Alexander Aron Hannesson gerði 2-2 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner